Einstaklega skemmtulegur munsturstokkur, hannaður og framleiddur af Jamie Lomax hjá Pacific knit co. Hún er einyrki og prjónahönnuður með meiru.
Stokkurinn inniheldur 52 ''spil'' og á hverju spili er munstur og tilgangurinn er að þú getir raðað saman munstrum að eigin vali í þitt verkefni. Einnig fylgja 2 ''spil'' þar sem eru uppskriftir af tveimur hringtreflum á ensku, þar sem ætlað er að nota munstrin úr stokknum í.