Þetta garn er draumur! Prjónast mjög fallega, er mjúkt og hlýtt, hvað viljum við meira? Jú, einmitt, það er líka fljótprjónað úr því þar sem það er fyrir prjónastærðir ca.5mm-7mm! OG það er þvottekta (superwash meðhöndlað) svo það má þvó í vél, með góðri vindu og leggja svo til. Eins og með alla þvottekta merino ull þá teygjist hún blaut, svo leggja til eins og þú vilt hafa flíkina og bíða þar til hún þornar :)
100% SW Merino
115g/190m
(166m miðað við 100g)