Dásamlegir litlir prjónar, þeas oddar og snúrur. Sama stærð af oddum er í hverjum pakka en í 2 lengdum, 5 og 8 cm. Tvær snúrur fylgja og þegar búið er að festa snúrurnar á oddana þá verða til prjónar sem eru 23 cm og 31 cm.
Stærðir 2.0 mm - 3.25 mm koma með rauðum snúrum, stærðir 3.5 mm - 5.0 mm koma með bláum snúrum.
Þessa prjóna er einnig hægt að fá í settum, Shorties sett, blátt og rautt.