FORPÖNTUN
Forpöntunarafsláttur til 15.september!
Klassíska aðventudagatal Dottir Dyeworks inniheldur 24x20g hespur (samtals 480g), hver hespa er 85 metrar. Garnið er 75% Merino/25% Nylon og hentar því í mjög fjölbreytt verkefni. Litirnir koma úr öllum áttum og þú veist aldrei hverju þú átt vona á. Mögulega er þetta leiðin til þess að opna augun fyrir nýjum litum. Dagatalið hefur alltaf að geyma 24 nýja liti sem ekki hafa komið fram í litaflóru DD áður en aldrei að vita hvort einhverjir þeirra endi svo í úrvalinu á nýju ári :)
Hverri hespu er pakkað sér í lítinn poka og pokarnir merktir frá 1-24 og er ætlað til opnunar einn á dag, 1.-24.desember.
Uppskrift fylgir, til valin fyrir minihespur.
Dagatölin verða send út uppúr miðjum nóvember 2024. Sending á pósthús/póstbox innanlands er innifalin í verðinu.
ATH! ÞAÐ VERÐUR AÐ PANTA DAGATAL SÉR OG ALLS EKKI MEÐ ÖÐRUM VÖRUM, ÞAR SEM UM FORPÖNTUN ER AÐ RÆÐA.